AFSLAPPANDI STAÐUR

Í SVEITINNI

BÓKAÐU NÚNA

Svæðið

Staðsetning okkar er nálægt heimskautakostnaðarleiðinni og í Dimond Circle hringnum. Stutt er í hvalaskoðun á Húsavík, Mývatnsnáttúruböðin, GeoSea á Húsavík, Akureyrarbæ og fleira. Góður staður til að gista í nokkrar nætur og skoða hið fallega norður.


The GeoSea at Húsavík

Jarðvarmabaðmekka á heimsmælikvarða á Húsavík. Frábær baðstaður þar sem jarðvarminn og sjórinn er í aðalhlutverki.


Skrúfaðu fyrir kranann

Goðafoss er stórkostleg náttúruperla. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring. Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Goðafoss á líka merkilegan sess í Íslandssögunni en Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í fossinn eftir að hafa ákveðið að Íslendingar skyldu taka upp kristindóm og hafna heiðnum siðum, svona opinberlega að minnsta kosti. Goðafoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is 

Hvalaskoðun á norðurlandi

Hvalaskoðun er ein helsta afþreying ferðamanna á Norðurlandi. Húsvíkingar og Eyfirðingar voru meðal þeirra fyrstu til að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir hér við land. Fjöldi hvalategunda, hagstætt veður og sjólag gera Norðurland að einu besta hvalaskoðunarsvæði landsins. Skjálfandaflói og Eyjafjörður eru skjólgóðir og einstaklega vel til þess fallnir að sigla um á fallegum sumardegi. Fuglalífið og náttúran skartar sínu fegursta meðan horft er á hrefnur, höfrunga, hnúfubaka og jafnvel steypireyðar leika sér.

Mývatn

Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn á Íslandi, 37 km2 á stærð, mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Rykmý setur mjög svip sinn á umhverfi Mývatns og af því dregur vatnið nafn sitt. Mývatn er mjög grunnt og sólarljós nær alls staðar til botns. Það sem einkennir lífið í Mývatni öðru fremur er mikill vöxtur og viðgangur vatnaþörunga og lífríkið er ákaflega fjölbreytilegt og merkilegt. Á botninum er mikið af kísilþörungaskeljum, ofar syndir hin alþekkta Mývatnsbleikja innan um vatnagróður og á bökkum vatnsins og í hólmum vex safaríkur gróður.

Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.

Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur.

Lýsing Titill

Húsavík er elsti bær á Íslandi ásamt því að vera stærsti bærinn í Þingeyjarsýslu. Bærinn er kallaður „höfuðborg hvalanna“ vegna þess að hann er þekktur fyrir hvalaskoðun á Skjálfandaflóa. Hægt er að finna 23 tegundir hvala, þar á meðal steypireyð, í flóanum og einnig er hægt að sjá stórar varpstöðvar lunda.


Á Hvalasafninu má sjá raunstærð hvala, þar sem meðal annars er 22 metra löng beinagrind af steypireyð til sýnis. Það eru nokkur hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík sem sigla seglum þöndum í leit að þessum stórkostlegu dýrum á flóanum, en slíkt er upplifun sem engin ætti að missa af og gleymist aldrei. Heimsókn í Safnahúsið svíkur heldur engan, en þar er sjóminjasýning, sýning um mannlíf og náttúru í 100 ár, skjalasafn, myndasafn og sýningarsalur fyrir list þar sem eru rúllandi sýningar. Menningarlíf í þorpinu og nærsveitum er blómlegt og áhugamannaleikfélagið á staðnum er meðal þeirra bestu á landinu. Þá er einnig blómlegt tónlistarlíf í bænum.

Lýsing Titill

Baðvatnið í lóninu rennur beint úr borholu Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Vatnið rennur um leiðslu í stórt forðabúr og frá því deilist það niður í fimm lagnir sem sjá um að blanda heita vatninu í lónið. Lónið sjálft er manngert, botninn er þakinn sandi og fíngerðri möl. Vatnið er einstakt á marga vegu en helstu einkenni vatnsins er hversu steinefnaríkt og basískt það er, sem gerir það frábært til böðunar. Efnasamsetning vatnsins gerir það að verkum að bakteríur og gróður þrífast ekki og notkun klórs eða annarra sótthreinsiefna er óþörf.



Share by: